top of page

UMSAGNIR

Rúnar Ingi var einn af þeim fyrstu sem keyptu sér Tunnukjamma. Hann bjó til þetta skemmtilega myndband af því þegar hann setti þá upp hjá sér. 
Við fengum leyfi til að deila því með ykkur öllum hér. 
Takk Rúnar!

Umsögn.png

Við fengum þessar fínu myndir sendar þar sem tunnukjammarnir góðu eru komnir upp við hús á Reykjanesi.
Tekur sig mjög vel út, þessar tunnur fara ekki neitt!

Árni Gunnarsson mælir með Tunnukjammanum og gaf okkur þessa fínu umsögn.

Þessi tunnukjammi er tær snilld!!
Virkilega vandað handverk og massíft. Hef alltaf verið í basli með að hemja þessar blessuðu sorptunnur í roki. Hef verið að setja dekk og hvaðeina ofan á þær en það hefur samt ekki dugað.
Núna þá haggast ekki tunnurnar og vandamálið úr sögunni.
-Takk fyrir mig.

Okkar er ánægjan Árni!

Agnar Áskelsson hafði svo líka þetta að segja um Tunnukjammann.
 
Er búinn að setja upp tvo svona kjamma við húsið hjá mér. Virkilega ánægður með þá. Virknin, efnisgæðin og smíðin öll upp á 10. Hérna fær maður mikið fyrir peninginn.

Takk Agnar!

Eins og sést á þessu fína myndbandi sem við fengum sent þá passar Tunnukjamminn fullkomlega í steypt tunnuskýli. Auðveld uppsettning og þægilegt aðgengi.

bottom of page