top of page

Þessi tiltekna hönnun á sorptunnufestingum er sprottin af þörf.

Tunnukjamminn varð til þegar hönnuðurinn gafst upp á

að drösla ruslatunnunum sínum inn í bílskúr í hvert sinn sem spáði roki.

Fyrst var kannað hvort ekki væri hægt að kaupa einhverjar festingar fyrir tunnurnar, en það sem var í boði þótti ekki nógu álitlegt

og þá var farið í að hugsa einhverja nýja lausn.

Þó að Tunnukjamminn hafi upphaflega orðið til bara til að festa tvær ruslatunnur þá þótti útfærslan það góð að það væri full ástæða til

að bjóða fleirum að njóta hennar.

Islenskt gjorid svo vel merki A rgb.png

Tunnukjamminn er íslenskt hugvit og íslensk framleiðsla.
Hann er einfaldur bæði í uppsetningu og notkun, tunnan rennur auðveldlega inn í kjammann, er þar kyrfilega föst og hægt er að losa hana með einu handtaki.

HELSTU MÁL

helstu mál TK.PNG
bottom of page